Blogg

Jæja, þá er Óli útskrifaður og veislan búin. Útskriftin gekk vel og var ekkert alltof langdregin og leiðinleg. Veislan var góð. Það kom fullt af fólki. Óli fékk fullt af pökkum sem innihéldu m.a. 9 bækur, 1 DVD-mynd, 2 geisladiska og gjafakort í Kringluna. Við vorum með alltof mikið af kökum og allir óverdósuðu á sykri en ég held að fólk hafi verið ánægt…eða allavega kurteist 😉 Svo ef einhvern langar í kökur þá eruð þið velkomin.

Ég er hætt í náminu í opinberri stjórnsýslu sem ég byrjaði á í haust. Var ekki alveg að höndla þetta endalausa samviskubit sem fylgir því að vera í skóla (allavega fylgir það mér í skóla), semsagt samviskubit yfir því að vera ekki að læra öllum stundum. En námið var að mestu leyti skemmtilegt, alveg á mínu áhugasviði og góðir kennarar svo ég er að hugsa um að byrja í þessu aftur seinna þegar mig fer virkilega að langa aftur í skóla.
En núna ætla ég að nýta tíma minn til að lesa meira (að eigin vali), hitta vini mína oftar og…blogga!