Vopnfirskt handverk

Ég hvet alla til að fara í Bónus og fá sér handverkuð vopnfirsk svið.

Pabbi hafði einmitt þann skemmtilega starfa í haust að þrífa svið. Svo endilega farið í Bónus og kynnið ykkur vopnfirskt handverk 😉

Vopnafjarðarsviðin eru handverkuð, skoluð
og hreinsuð í köldu vatni (ekki burstuð) og sviðin með kósangasi eingöngu
(án súrs).

Þetta er seinvirk verkun en gerir það að sviðin eru einstaklega falleg,
jöfn, brún áferð á þeim, alveg laus við brunabletti – og bragðið alveg eins
og á heimagerðum sveitasviðum.