Bistróflug

Ég straujaði kortið mitt í gríð og erg í gær, liggjandi uppí sófa.  Ég pantaði mér áskrift að Bistró, nýja matarblaðinu. Ég er algjör uppskriftasjúklingur þó ég eldi sjaldan eftir þeim, kannski þegar ég verð stór. Svo pantaði ég mér áramótaflug til Vopnafjarðar. Jibbý. En það er eins gott að ég þarf ekki að borga fyrir fæði og húsnæði því flugið kostaði mig 24.340 kr. og þeir kalla þetta sparsæti!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *