Ó, veður!

Ég hef lúmskt gaman af svona óveðri. Finnst æðislegt að vera úti í snjókomu og best er að vaða skafla. Líka yndislegt að vera inni undir teppi þegar hvín og syngur í öllu og horfa á snjókomuna.
Snjórinn léttir líka lundina, þoli ekki endalausa Reykjavíkurrigninguna með tilheyrandi þunglyndi. Nú er bara að halda í vonina um að snjórinn láti sig ekki hverfa strax aftur.

Og svo koma jólin…

2 thoughts on “Ó, veður!”

  1. Ég er sko alveg sammála þessu. Það er bara alveg yndislegt að fá smá snjó og ég er bara komin í smá jólaskap, svei mér þá! En annars er ég ennþá með reipið í láni hjá ykkur, þið gætuð nú þurft á því að halda í snjónum 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *