Sumardekk í Breiðholti

Ég er á sumardekkjunum og ég bý í Breiðholti, það er ekki góð hugmynd í dag. Slædaði dálítið vel og vandlega niður Fálkabakkann áðan en það slapp 🙂 Nú er það annaðhvort bara strætó eða að harka sig í að skipta yfir (sem er svo sem ekkert mál, eigum vetrardekk á felgum).
Mig grunar að umferðin í Reykjavík sé svolítið skrautleg þessa stundina. Vonandi meiðir sig samt enginn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *