Ég hlakka svo til…

Var að horfa á brot úr Silfri Egils þar sem talað var við Auði Lilju, Steinunni Þóru, Kristínu Tómas og Andreu, sem allar bjóða sig fram í forvali VG um næstu helgi. Það vakti hjá mér tilhlökkun, hlakka til að velja fólk til að leiða lista VG á höfuðborgarsvæðinu í vor og hlakka til að sjá hvernig fer.

Á laugardaginn verður líka laufabrauðsgerð á þessu heimili. Allir vinir og kunningjar velkomnir. Hafið samband ef þið eruð áhugasöm. Hlakka til.

Og ég er farin að hlakka til jólanna 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *