Við eigum samleið

Ég vildi að við gætum gefið
hvort öðru sanna ást,
af öllu hjarta fyrirgefið
allt sem áður brást,

beint sjón okkar að framtíð
og möguleikum hér,
hætt að harma fortíð,
sem er liðin hvort eð er.

Því við eigum samleið í tíma og rúmi,
erum ferðalangar hér á jörð
sem stjörnublik í næturhúmi,
tvö í sundurleitri hjörð.
Ég vildi að við ættum sanna ást.

Á milli okkar er strengur
sterkari en stál.
Á meðan þú við hlið mér gengur
ríkir gleðið í minni sál.

Ég vildi að við gætum gefið..