Spaug í sjónvarpi

Mér finnst það frekar magnað hjá Skjá einum að sýna tvo íslenska leikna gamanþætti í kvöld. Fyrst var Venni Páer og svo Sigtið. Ég horfði á báða þættina. Mér fannst Venni Páer ekkert spes. Fannst reyndar mjög fyndið hvað hann var alltaf að agitera fyrir Fjör og frískir vöðvar sem er eldgömul líkamsræktarbók. Stilli henni út á safninu á morgun. Sigtið var betra, en þetta var lokaþáttur. Veit samt ekki hvort sú hugmynd getur gengið í fleiri seríum. En þó deila megi um gæðin, þá má Skjár einn vera stoltur af því að sýna þessa þætti.
RÚV ætti náttúrulega að skammast sín, sýnandi Spaugstofuna 17 árið í röð eða eitthvað álíka…