Nýjar myndir

Var að setja inn myndir frá videokvöldi Þjóðbrókar sem varð að spilakvöldi. Þið sem hafið ekki þegar skráð ykkur þurfið að skrá ykkur til að skoða og alls ekki vera feimin við það. Þarf bara að fara í register á síðunni og skrá sig, svo veiti ég ykkur aðgang.

Myndir frá stelpupartýinu eru á leiðinni. Þær krefjast gríðarlegrar ritskoðunar, þess vegna eru þær ekki komnar ennþá 😉

Þjóðsöngurinn

Mikið var gaman að heyra íslenska handboltalandsliðið syngja íslenska þjóðsönginn hástöfum fyrir leikinn í dag. Skemmtilegt að fá svona „æfingaleik“ við Þjóðverja 🙂

Æði…

Nú verða sagðar fréttir:

Íslendingar eru komnir í 8 liða úrslit á HM 🙂 Það er mikið gleðiefni. Handbolti er æði.

VG er orðin stærri en Samfylkingin samkvæmt Bensa frænda. Það er líka gleðiefni. VG er æði.

Ég hélt stelpupartý á föstudagskvöldið fyrir viku. Það var gaman. Ég ældi. Það var ekki gaman. En stelpurnar eru æði 🙂

Ég fór á Vantrúarhitting á laugardagskvöldið. Það var gaman. Vantrú er æði.

Ég er í framboði til Stúdentaráðs. Skipa 9. sæti á Háskólalistanum. Kjósið mig. Háskólalistinn er æði.

Hér var videokvöld Þjóðbrókar í gærkvöldi. Við spiluðum! Það var gaman. Þjóðbrækur er æði.

Nils vinur minn og Sibba konan hans eignuðust son 23. janúar. Hann heitir Flóki. Flóki er æði.

Litil frændi minn er búinn að fá nafn. Hann heitir Freyr. Freyr frændi er æði 🙂

Við Óli erum byrjuð saman aftur 🙂  Óli er æði.

Já, og ég er æði!

Föðursystir

Í dag bætti ég á mig einum titli. Ég er orðin föðursystir. Veit ekki hvort mér finnst merkilegra að ég sé föðursystir eða að Svenni bróðir hafi verið að eignast son. Sennilega helst þetta eitthvað í hendur 🙂

Allavega þá eignuðust Hrönn og Svenni son um þrjúleytið í dag. Hann var 51 sm og 16 merkur. Allir eru hressir. Strákurinn er með nefið hennar Hrannar og munnsvipinn hans Svenna af fyrstu myndinni að dæma.

Áfram Ísland!

Þvílík snilld sem þessi handboltaleikur er! Kemur skemmtilega á óvart. Ég sit hérna öskrandi og æpandi, hoppandi og klappandi. Vonandi missa þeir ekki niðrum sig stuttbuxurnar í seinnihálfleik. Áfram Ísland!

Nammi

Ég á alveg rosalega mikið nammi. Maður gæti haldið að ég væri að safna. Nú þarf ég bara að bjóða heim fólki sem er tilbúið að hjálpa mér að grynnka á birgðunum. Einhverjir sjálfboðaliðar 😉

Áramótaheitið mitt gæti orðið að borða matinn sem ég kaupi…

Myndasíða

Ég var að búa mér til myndasíðu (með góðri aðstoð frá Óla, takktakk). Hún er hér. Þið þurfið að skrá ykkur til að skoða en alls ekki vera feimin við það. Þarf bara að fara í register á síðunni og skrá sig, svo veiti ég ykkur aðgang…eða ekki 😉 Megið samt skilja eftir komment hér svo ég muni að samþykkja ykkur. Enn sem komið eru bara myndir frá jólunum þarna inni, en þeim mun fjölga.