Bekkjarfundir

Þegar ég var í 4.-5. bekk héldum við bekkjarfundi. Við Hrönn vorum iðulega fundarritarar, sóttumst eftir því. Ég vona að enginn verði sár þó ég birti eina fundargerð hérna.

Efni bekkjarfundar í desember: Jólin og bekkjarfundirnir
Fundarstjóri: Garðar Marvin
Fundarritarar: Eygló og Hrönn
Nokkrir foreldrar voru gestir fundarins.

Sigurjón: Ég vil hafa góðan mat og gjafir
Sigrún: Þó að það séu gestir skulið þið ekki vera feimin. Mér finnst að öllum eigi að líða vel á jólunum.
Elena: Allir eiga að vera í góðu skapi og góðir við hvern annan á jólunum.
Reynir: Ég vil hafa góðan mat, alla í góðu skapi og engin rifrildi.
Hrönn: Ég vil að öllum líði vel og allir séu í góðu skapi.
Reynir: Ég vil hafa jólin með mörgum stórum pökkum og góðum mat.
Elena: Ég vil skreyta húsið.
Þorsteinn: Ég vil góðan mat og pakka.
Hrönn: Ég vil að allir séu hamingjusamir á jólunum.
Sigurjón: Ég vil stóra og þunga pakka.
Oddný: Ég vil hafa fallegt jólatré og alla hamingjusama.
Elías: Skreyta vel og borða rjúpur.
Sigrún: Nú skulið þið koma hérna upp og segja hvernig jólin væru ef þið mættuð ráða.
Oddný: Ég vildi að hungursneið myndi hætta og að allir í heiminum yrðu hamingjusamir.
Reynir: Ég vil skreyta frelsisstyttuna.
Elena: Ég vil hafa smákökur og fallegt jólatré.
Anna Kristín: Ég myndi vilja að öllum í heiminum myndi líða vel.
Heiða: Ég vil að öllum líði vel og allir fái mat á jólunum.
Eygló: Ég vil að allir séu hamingjusamir á jólunum.
Elías: Ég vil skreyta frelsisstyttuna.
Arnar: Ég vil að öllum líði vel á jólunum.
Lena: Allir eiga að vera góðir við hvern annan á jólunum.
Elena: Ég vil gefa fátækum peninga á jólunum.
Eygló: Jólin eru haldin vegna fæðingar Jesú.
Alfreð: Mér þætti gaman að einhver úr gestahópnum myndi tala.
Anna Kristín: Við höldum bekkjarfundi á öðrum hverjum föstudegi.
Elena: Stundum höfum við spilatíma.
Anna Pála: Ég ætla að þakka ykkur fyrir að bjóða okkur á þennan bekkjarfund. Mér finnst mjög sniðugt a hafa bekkjarfundi og varðandi jólin þá held ég að flest sé komið fram hjá ykkur.
Reynir: Ég vil hafa bekkjarfundi áfram.
Elena: Ég vil halda áfram með bekkjarfundina.
Sigurjón: Mér finnst gaman á bekkjarfundum.
Heiða: Ég er sammála Sigurjóni.
Oddný: Ég vil hafa bekkjarfundina áfram, þeir eru skemmtilegir.
Hrefna: Mér finnst gaman á bekkjarfundum og ég vil hafa jólin eins og þau eru.
Elías: Ég er sammála Hrefnu.
Helga: Ég vil halda bekkjarfundum áfram.
Hildur: Ég hef ekkert að segja.
Garðar: Mér fannst þetta velheppnaður bekkjarfundur, fundi er slitið.

Næsta sumar verður bekkjarmót hjá okkur. Það væri gaman að safna saman svona „vitleysu“ til að skoða þá og gera eitthvað með. Fann hjá mér ýmislegt skemmtilegt tengt bekknum s.s. ljóðabækur og þorrablótssöngbækur. Ég á líka gömlu góðu tónmenntamöppuna. Svo væri náttúrlega snilld ef einhverjir eiga ennþá gömlu „vinabækurnar“. Hvernig er það annars, er búið að stofna nefnd?