Föðursystir

Í dag bætti ég á mig einum titli. Ég er orðin föðursystir. Veit ekki hvort mér finnst merkilegra að ég sé föðursystir eða að Svenni bróðir hafi verið að eignast son. Sennilega helst þetta eitthvað í hendur 🙂

Allavega þá eignuðust Hrönn og Svenni son um þrjúleytið í dag. Hann var 51 sm og 16 merkur. Allir eru hressir. Strákurinn er með nefið hennar Hrannar og munnsvipinn hans Svenna af fyrstu myndinni að dæma.

8 thoughts on “Föðursystir”

  1. Til hamingju með litla frænda, og titilinn!! Þetta er víst einstaklega myndalegur drengur amk fannst afa það, enda ekki von á öðru í ættinni!! Kv Sigga Þrúða og co (mamma þín er með lylilorðið á síðuna okkar ef þú vilt kíkja á okkur)Ég kíki nú stundum á þig þó ég sé nú ekki að kvitta

  2. Til hamingju með frændann.
    Ég veit þú verður flott föðursystir og mundu að föðursystur (og móðursystur) hafa einkarétt á dekri og að gera börnin óþekk;)
    Bestu kveðjur Íris

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *