Æði…

Nú verða sagðar fréttir:

Íslendingar eru komnir í 8 liða úrslit á HM 🙂 Það er mikið gleðiefni. Handbolti er æði.

VG er orðin stærri en Samfylkingin samkvæmt Bensa frænda. Það er líka gleðiefni. VG er æði.

Ég hélt stelpupartý á föstudagskvöldið fyrir viku. Það var gaman. Ég ældi. Það var ekki gaman. En stelpurnar eru æði 🙂

Ég fór á Vantrúarhitting á laugardagskvöldið. Það var gaman. Vantrú er æði.

Ég er í framboði til Stúdentaráðs. Skipa 9. sæti á Háskólalistanum. Kjósið mig. Háskólalistinn er æði.

Hér var videokvöld Þjóðbrókar í gærkvöldi. Við spiluðum! Það var gaman. Þjóðbrækur er æði.

Nils vinur minn og Sibba konan hans eignuðust son 23. janúar. Hann heitir Flóki. Flóki er æði.

Litil frændi minn er búinn að fá nafn. Hann heitir Freyr. Freyr frændi er æði 🙂

Við Óli erum byrjuð saman aftur 🙂  Óli er æði.

Já, og ég er æði!

6 thoughts on “Æði…”

  1. Vá gaman að heyra að lífið sé svona skemmtilegt:)
    Það er satt að þú ert æði:)
    Ég elska að lesa jákvætt blogg, you go girl;)

  2. Nei þú ert æði! Gaman að lesa svona hressilegt blogg allt of snemma á sunnudagsmorgni! Gaman að heyra hvað lífið er skemmtilegt hjá þér núna:)

  3. Merkilegt, ég hef aldrei hitt þig og Óla ekki í mörg ár, ekki er hægt að segja að ég þekki ykkur, samt þykja mér þessar fréttir æði 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *