Landsfundur

Ég var á landsfundi Vinstri Grænna um helgina. Það var áhugavert. Nú veit ég aðeins meira um það hvernig stjórnmál virka. Stjórnmál snúast um mjög margt og maður yrði sennilega geðveikur af því að kafa djúpt í alla málaflokka.
Í meginatriðum er ég sammála því sem Vinstri Græn standa fyrir en ég efast líka um sumt. Í einu máli veit ég ekki hvar Vinstri Græn standa. Það er varðandi aðskilnað ríkis og kirkju. Vonandi skýrist það á næstu vikum. Ung Vinstri Græn komu fram með ályktun um aðskilnað á landsfundinum en flokkurinn í heild sinni virðist ekki alveg tilbúin til að stíga það skref. Ég hefði viljað sjá málefnahóp um kirkjumál á landsfundinum, því það er brýnt að ræða þessi mál. Ég hefði líka viljað fá kosningu ályktunina um aðskilnað ríkis og kirkju á fundinum. En svona virkar víst lýðræðið?