Netlögregla

Við í VG vinnum hratt – við framkvæmum. Netlöggan er þegar tekin til starfa.

Hvenær ætlar Steingrímur J. annars að koma fram og segja okkur hvað hann átti við með netlögreglu? Ég held að það sé brýnt að hann geri það til að fólk hætti að fambúlera um þetta.

4 thoughts on “Netlögregla”

 1. Væri ekki ráð að horfa á þetta með sömu augum og ef Björn Bjarna hefði sagt þetta?

  Lets face it. Engin vinstrimanneskja (með snefil af sjálfsvirðingu) myndi spyrja sig „Hvað skyldi Bjössi nú vera að meina?“.

  Steingrímur er bara atvinnupólitíkus *hóstogskíthaushóst* eins og allir hinir. Mæli með Nönnu sem innlegg í þessa umræðu. Það er ekki til góður pólitíkus. Þeir eru bara misslæmir.

 2. Þetta var ekki sniðugt útspil…
  Dr. Gunni er farinn að flagga asnalegheitunum varðandi þetta í bakþönkum Fréttablaðsins. Ég ber mikla virðingu fyrir bæði Dr. Gunna og Steingrími… en tel að Dr. Gunni hafi frekar hitt naglann rétt á höfuðið. En reyndar er snúið úr orðum Steingríms.

 3. Takk fyrir þessa ábendingu, Elías. Bara að þessi útskýring hefði fengið jafnmikla umfjöllun og netlögguritskoðunarfambúleringarnar. Merkilegt hvað við erum aftarlega í þessu miðað við útbreiðslu og notkun netsins hér.

  Varðandi innlegg Nönnu í umræðuna finnst mér það ekkert æðislega málefnalegt að halda því fram að allt þetta sé bara í nösunum á Steingrími vegna þess að í menntó hafi hann skoðað klámblöð, bruggað bjór og ekki verið helsti femínistinn. Reyndar eru rúmlega 30 ár síðan Steingrímur var í menntó. Vona að ég megi skipta um skoðun á einhverju á næstu 30 árum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *