Afmæli

Eftir 4 tíma og 14 mínútur eru 24 ár síðan ég kom í heiminn. Það var kl. 3.08 á sjúkrahúsinu á Norðfirði þann 2. mars árið 1983.

Ég er mikið afmælisbarn. Mér finnst gaman að eiga afmæli. Mér finnst gaman að gera mér dagamun á afmælisdaginn minn. Mér finnst merkilegt að eiga afmæli og það þarf ekki að vera „stórafmæli“ til þess að ég geri mér dagamun, vona að ég vaxi aldrei upp úr því. Raunar finnst mér afar merkilegt að hafa fæðst. Það eru svo margar undarlegar tilviljanir sem verða til þess að maður verður til. Ég ætla að leyfa mér að vera væmin og segja að ég er þakklát fyrir að vera sú sem ég er, hér og nú. Ég er þakklát forfeðrum mínum fyrir allar litlu og stóru tilviljanirnar sem urðu til þess að ég varð til.

7 thoughts on “Afmæli”

  1. Til hamingju með daginn þinn og að vera til mín kæra, það verður töf á gjöf frá okkar en vissulega færð þú hana samt

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *