Fermingarafmæli, egg og gleraugu

Ég gleymdi 10 ára fermingarafmælinu mínu! Og það var enginn að minna mig á það! Ég fermdist 23. mars 1997 og átti því 10 ára fermingarafmæli á föstudaginn. En það verður haldið uppá það með pomp og prakt (og hvítvíni) í sumar með fermingarsystkinunum.

Ég keypti mér Haribo-nammiegg í Bónus áðan. Loksins fæ ég páskaegg sem mér finnst bragðgott. En ætli ég verði samt ekki að skella mér á eitt lítið Nóa-egg líka, svona til að fá málshátt.

Gleraugun mín eru skítug.

One thought on “Fermingarafmæli, egg og gleraugu”

  1. Gleraugun mín eru alltaf skítug.

    Fermingarafmæli, ég hef aldrei heyrt um það áður. Ég hata líka flest fermingarsystkin mín, myndi ekki mæta í soleiðis nema maríneruð í rauðíni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *