Strætó

Fyrst hækka þeir fargjöldin, svo lengja þeir biðtímann! Er mér boðið í jarðarför strætókerfisins?

Hvað í ósköpunum eru Sjallarnir og Bingi að hugsa? Eru loftmengun og umferðarteppur ekki eitt af stóru málunum sem borgarstjórn Reykjavíkur þarf að horfast í augu við? Af hverju eiga almenningssamgöngur að skila hagnaði? Getum við ekki allt eins krafist þess að ráðherrabílarnir skili hagnaði?

Frá 1. júní verður staðan sú að það kostar 280 krónur að fara eina ferð með strætó og þeir ganga á 30 mínútna fresti. Þrjár spurningar fyrir meirihluta borgarstjórnar…
1. Er ykkur alveg sama um strætókerfið?
2. Berið þið enga virðingu fyrir tíma fólks?
3. Finnst ykkur þetta boðlegt fyrir ferðamenn?

2 thoughts on “Strætó”

  1. Ég tek undir þetta með þér, það er alveg nóg að bíða í 20 mín. ef maður missir af stætó. Annars var ég alveg ótrúlega heppin með stutta bið þarna um daginn.
    Höfundur er ferðamaður utan af landi 🙂

  2. Einhvernveginn hef ég í þau fáu skipti sem ég tek strætó alltaf lent í því að bíða í 20 mín þannig að nú þarf maður að reikna með að bíða í 30 mín

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *