Flokkum og skilum

Ég fékk svolítið æði í gærkvöldi og fór að skoða www.sorpa.is. Og nú er ég komin með flokkunaræði (ekki eftir Dewey samt). Það er nefnilega hægt að flokka og skila meginu af sorpinu.

Flestir vita að hægt er að skila flöskum og dósum og fá 10 kall fyrir stykkið og að hægt er að skila rafhlöðum og öðrum spilliefnum en vissir þú að það er hægt að flokka…
-dagblöð og pappír (það væri hægt að framleiða klósettpappír fyrir alla Íslendinga með þeim pappír sem nú þegar er skilað)
-fernur og pappa (t.d. utan af morgunkorni og kexi)
-bylgjupappa (t.d. pizzukassa)
-málm (t.d. niðursuðudósir, álpappír og krukkulok)
-gler og postulín (t.d. krukkur)
-plast (t.d. jógúrtdósir, plastbakkar, plastpokar og sósuflöskur)
-kertavax
-föt og klæði (líka slitin föt, rúmföt, handklæði og fleira)
-skó
-endurnýtanlegt dót (sem er svo selt í Góða hirðinum)
-timbur
-rafeindatæki
-hjólbarðar

Svo að ég er á leiðinni í IKEA að kaupa þrjár ruslafötur – eina fyrir gler, eina fyrir málm og eina fyrir plast. Endurvinnsla rokkar!