Sumarið er tíminn…

Ég veit að ég á ennþá einhverja lesendur sem bíða í ofvæni eftir næstu færslu 😉

Ég er búin að plana ýmislegt skemmtilegt fyrir sumarið.

-Á fimmtudaginn, 17. maí fer ég til Vopnafjarðar. Tilgangur ferðarinnar er auðvitað fyrst og fremst að fara í sauðburð og hitta fjölskylduna. En ég stefni líka að því að ná að lesa svolítið, fara í sund og stuttar gönguferðir.

-Á hvítasunnudag flýg ég aftur til Reykjavíkur og um kvöldið förum við Óli á tónleika með Deep Purple og Uriah Heep. Hlakka mest til að heyra í Uriah Heep.

-Við stefnum að því að fagna þegar reykingabannið verður sett með því að fara út að borða:) og það er aldrei að vita nema maður skelli sér á skemmtistað (reyklausan að sjálfsögðu!) á eftir. Mikið hlakka ég til þegar hætt verður að spyrja reyk eða reyklaust um leið og maður kemur inn á veitingahús og ég hlakka enn meira til að geta farið út að skemmta mér án þess að fá reykingahausverk og að þurfa að þvo bæði mig og fötin mín eftirá.

Hjördís ætlar að halda uppá þrítugsafmælið sitt með pomp og prakt. Betra seint en aldrei 😉

-Sigrún Ásu vinnufélagi ætlar að halda uppá fimmtugsafmælið sitt

Rósa  útskrifast úr þjóðfræðinni og allt stefnir í gott partý 🙂

-Á 17. júní verður gott veður og eitthvað skemmtilegt brallað (ég er allavega búin að ákveða það)

-Við Óli stefnum að því að bregða okkur í Mývatnssveit í útilegu og á tónleika með Þingtak. Íris og Hrafnkell verða allavega á staðnum og e.t.v. fleiri meðlimir Nafnlausa saumaklúbbsins.

-Við Óli förum saman til Köben. Þar verð ég með Svenna bró, Hrönn og Frey frænda í viku en Óli fer til Århus í sumarskóla (en ég skrepp örugglega eitthvað í heimsókn til hans). Mamma kemur svo líka til Köben. Það fyndna er að við Óli fljúgum frá Keflavík, Svenni og co frá Egilsstöðum og mamma frá Akureyri. Þetta verður mjög gaman enda ekki svo oft sem við systkinin eyðum svona löngum tíma saman, hvað þá með mömmu með okkur, hefur líklega ekki gerst síðan jólin 1996 eða eitthvað. Ekki spillir fyrir að fá loks tækifæri til að kynnast Frey litla svolítið betur. Eftir Köben-dvölina förum við eitthvað ude på landet og heimsækjum Frú Jóhönnu og co og eitthvað fleira sniðugt. Svo er aldrei að vita nema maður kíki á Hróarskeldu. Þetta verður þá mín lengsta utanlandsferð til þess, heilir 12 dagar! Já, maður verður að venja sig við hægt og rólega.

-Svo er brúðkaup hjá Írisi og Hrafnkeli í Skíðadal (rétt hjá Dalvík). Mér skilst að þetta verði ekta sveitabrúðkaup þar sem dresskódið hljóðar uppá lopapeysu og gúmmískó. Ég hlakka mikið til og er búin að panta gott veður 🙂

-Í lok júlí verður bekkjarmót/fermingarbarnamót hjá mér á Vopnafirði. Verið að fagna því að 10 ár eru liðin síðan við fermdumst. Vonandi verður það skemmtilegt. Þessa sömu helgi er Vopnaskak á Vopnafirði, semsagt bæjarhátíð Vopnafjarðar og mikið um að vera.

-Um verslunarmannahelgina stefni ég að því að vera á Norðfirði á Neistaflugi. Það er þó ekki 100% ákveðið.

-Milli bekkjarmóts og verslunarmannahelgar ætla ég að vera á Vopnafirði og njóta sveitasælunnar.

Já, þetta er það sem er planað af sumrinu so far.

Ásamt þessu öllu ætla ég að vera dugleg í sundinu í sumar og er meira að segja búin að setja mér markmið í þeim efnum. Þori ekki að segja frá markmiðinu alveg strax, kannski þegar ég sé fram á að ná því 😉 Svo ætla ég líka að vera dugleg í fjallgöngum, er með nokkur fjöll í nágrenni Reykjavíkur í sigtinu eins og t.d. Keili, Helgafell, Akrafjall og Esjuna, hverjir vilja vera með?

Já, það stefnir í skemmtilegt sumar 🙂