Stjórnarandstaða og sveitin

Jey, við fáum að vera í stjórnarandstöðu með Framsókn. Bráðum verða Valgerður, Siv og Guðni bestu vinir mínir…og Eggert líka 😉

Ég er annars komin í fjörðinn fagra. Er búin að eyða deginum mestmegnis í fjárhúsunum. Voðalega gaman að sjá öll litlu sætu lömbin en mikið voðalega getur þetta stundum verið mikið bras.

Flugið hingað gekk vel, aldrei þessu vant. Engar tafir, engar bilaðar flugvélar og engin aukarúntur frá Þórshöfn. Eyddi biðinni á Akureyrarflugvelli í að lesa Bændablaðið. Að lesa bændablaðið er góð skemmtun. Sérstaklega smáauglýsingarnar.
Slóði óskast til kaups, þarf að vera staðsettur á Suðurlandi.
Ónýtt greiðslumark til sölu, einnig 12 ófengnar kvígur.
Já, bráðfyndið ef maður skilur ekki bændamál…og jafnvel líka þó maður skilji það.