Að heiman og heim

Jæja, ég fer aftur heim til Reykjavíkur á morgun. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Fannst 10 dagar svo rosa mikið en svo eru þeir allt í einu liðnir. Náði að gera ýmislegt; hjálpa til í fjárhúsunum, heimsækja ömmu, afa og Ástu Hönnu nokkrum sinnum, fara í sund, skoða gamlar myndir og eyða heilmiklum tíma með pabba og mömmu. En ég náði ekki að setja niður kartöflur og ekki að fara í neinn almennilegan göngutúr.  Göngutúrinn bíður betri tíma og kartöflurnar komast vonandi ofan í jörðina án minnar hjálpar þetta vorið.

En þó ég eigi eftir að sakna sveitarinnar þá er heilmargt skemmtilegt sem bíður mín. Ber þar fyrst að nefna tónleika „í kvöld“ með Uriah Heep og Deep Purple. Ó, hvað ég hlakka til 🙂 Svo verður ósköp gott að knúsa Ólann sinn 🙂