Í dag er 16. júní…

Stundum borgar sig að vera heimtufrekur 🙂 Alveg 21 athugasemd 🙂 Þið megið samt alveg vera duglegri við að athugasemda þó ég sé ekki í frekjukasti 😉

Rósa og Sigrún Hanna eru að útskrifast úr þjóðfræðinni í dag, sem þýðir partý í kvöld 🙂 Til hamingju stelpur.  Hrafnkell er líka að útskrifast í dag úr fornleifafræði. Til hamingju strákur.

Ég lofa ítarlegra bloggi fljótlega.

Njótið sumarsins á sandölum og ermalausum bol, nú eða pollagalla.

6 thoughts on “Í dag er 16. júní…”

  1. Ég er í ermalausum bol og var að skúra og fleira þess háttar. Nú er komin sól svo ég fer kannski út í ruslatínslu næst og nýt þess alveg í botn:)

  2. Hérna á flugvellinum er nauðsynlegt að vera í snjógalla þessa stundina. Mikill kuldi bæði innandyra og utan…

  3. Svo gerirðu skoðanakönnun akkurat þegar ég er í sjálfskipuðu tölvubindindi þar til í dag. Annars kíkí ég alltaf, að jafnaði einu sinni á dag. Sjáumst eftir sirka 3 vikur.

  4. Ermalausi bolurinn og stuttbuxurnar var það eina sem dugði í garðvinnunni um helgina – það er alltaf svo gott veður hérna á Norðfirði 😉

  5. Hæhæ, takk fyrir þetta og kærar þakkir fyrir síðast 😉 Elska nýju kindina sem fylgir mér núna hvert fótmál, hún er ljúf sem lamb 😉
    Sjáumst hressar!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *