Cure

Ég var að fatta Cure. Það er alltaf gaman að „uppgötva“ nýja tónlist til að hlusta á. Just like heaven er uppáhaldslagið mitt núna. Takk Helga 🙂

Ég þoli ekki þegar ég þarf að ákveða á miðvikudagskvöldi í hverju ég ætla að vera á laugardagskvöldi.

Það er annars hellingur að frétta og ég gæti skrifað margar sögur af öllu því skemmtilega og misuppbyggilega sem ég hef verið að gera í sumar. En ætli það bíði ekki betri tíma.

Trommur, bassi, gítar

Mig langar að læra á hljóðfæri. Mig langar að vita hvernig tónlist virkar. Langar að vera með í skapa það undur sem tónlist er. Trommur eru draumahljóðfærið. Held það sé skemmtilegt að spila á trommur. En mér finnst það ekki nógu praktískt (Eygló, hvernig væri að gera nú einhverntíma eitthvað sem er ekki praktískt?). Mig langar líka að læra á bassa, finnst það flott hljóðfæri. En praktískast væri líklega að læra á gítar. Auðvelt að eignast, auðvelt að æfa sig og ég verð ómissandi í öllum partýum. Eða hvað?

Nú er komið að því að rukka pabba um gítarinn sem ég á inni hjá honum síðan ég fermdist. Er einhver þarna úti sem veit hvernig á að velja góðan gítar? Og veit einhver um góðan gítarkennara? Eða er einhver leið að kenna sér sjálfum upp úr bók? Eða á ég kannski bara að læra á trommur?

Gamlar myndir

Ef einhverjir gamlir bekkjarfélagar frá Vopnó eru að lesa mega þeir endilega finna gamalar myndir af okkur sætu bekkjarfélögunum og senda mér. Ef þið eigið þær innskannaðar er netfangið eyglo83 at gmail.com. En svo get ég líka skannað þær inn fyrir ykkur, síminn hjá mér er 6167895.

Eru ekki annars allir farnir að hlakka til og æfa gelgjustælana?