Trommur, bassi, gítar

Mig langar að læra á hljóðfæri. Mig langar að vita hvernig tónlist virkar. Langar að vera með í skapa það undur sem tónlist er. Trommur eru draumahljóðfærið. Held það sé skemmtilegt að spila á trommur. En mér finnst það ekki nógu praktískt (Eygló, hvernig væri að gera nú einhverntíma eitthvað sem er ekki praktískt?). Mig langar líka að læra á bassa, finnst það flott hljóðfæri. En praktískast væri líklega að læra á gítar. Auðvelt að eignast, auðvelt að æfa sig og ég verð ómissandi í öllum partýum. Eða hvað?

Nú er komið að því að rukka pabba um gítarinn sem ég á inni hjá honum síðan ég fermdist. Er einhver þarna úti sem veit hvernig á að velja góðan gítar? Og veit einhver um góðan gítarkennara? Eða er einhver leið að kenna sér sjálfum upp úr bók? Eða á ég kannski bara að læra á trommur?

10 thoughts on “Trommur, bassi, gítar”

 1. Það eru ýmsar leiðir til að velja góðan gítar, en eins yfirborðskennt og það hljómar getur vörumerkið sagt ýmislegt. Annars skiptir mig einna mestu máli að mér þyki gítarinn þægilegur og gott að spila á hann.

  Það má læra á gítar af netinu, en það þarf líklega pínu spark áfram í átt að einhverju markmiði. Það er: Læra fyrst tólf algengustu gripin og hvernig er best að skipta á milli þeirra. Eftir það er óvitlaust að reyna að læra eitthvert tiltekið lag, og þá er auðvelt að bæta smámsaman þeim hljómum í sarpinn sem uppá vantar.

  Öll lög finnurðu bara á netinu (slærð inn nafn á lagi í Google með ‘chords’ eða ‘tab’ fyrir aftan, t.d. Tears in Heaven chords). Góð byrjendalög eru t.d. Stál og hnífur og Knockin’ on Heavens Door. Þegar þvergripin koma inn í pakkann er ágætt að prófa sig áfram með Creep eða About a Girl eftir Nirvana.

  Ég gæti kannski leiðbeint þér eitthvað við þetta ef tími finnst. Ásláttartækni getur skipt máli, svo og fingrasetning og hvernig haldið er um hálsinn, og það lærist illa á netinu.

 2. TROMMUR!!!!
  Ef þig langar mest að læra á trommur þá er það ekki spurning.. Hættu að gera alltaf það sem er praktískt!!!
  Taktu mig til fyrirmyndar og gerðu aldrei það sem er praktískt.. hehe

 3. Veit ekki alveg hvernig nágrannarnir tækju því ef ég væri mikið að æfa mig á trommurnar heima…en já ég ætti kannski oftar að taka þig mér til fyrirmyndar, Hrönn 🙂

  Takk fyrir fyrir fullt af góðum ábendingum, Arngrímur. Það er aldrei að vita nema að ég nýti mér að fá þig sem leiðbeinanda. En næsta skref er að kaupa gítar 🙂

 4. Þá er fyrsta spurningin hvort þú viljir klassískan gítar (nælonstrengir) eða þjóðlagagítar (stálstrengir). Sá fyrri er minni um sig en með sverari háls; strengirnir eru mýkri og gítarinn fer frekar úr stillingu við hitabreytingar. Hinn er þessi sem þú sérð alla trúbadorana og útilegufólkið með. Hann er þveröfugur við lýsinguna á hinum og strengirnir eru stífari. Það má allt eins mæla með hvoru tveggja, en þú prófar þá væntanlega báðar týpur í búðinni.

  Af klassískum gítörum get ég mælt með Yamaha (Hljóðfærahúsið) sem byrjendagítar, hann er ekkert voðalega dýr, eða Alhambra (Rín), sem eru afar misjafnir og misdýrir. La Patrie (Tónastöðin) er ekki síðra merki. Alls ekki kaupa klassískan sem hægt er að tengja í rafmagn, þeir eru undantekningarlaust með míkrófón í stað pikköps (sem er ekki gott). Sjálfur leitaði ég mér að klassískum í Rín um daginn en leist ekki á eitt einasta stykki, þannig að verðið segir hreint ekki allt (bilið var frá 20.000 uppí 80.000).

  Af þjóðlagagítörum mæli ég með sumum Epiphone (Rín), Gibson að sjálfsögðu en þú vilt ekki eyða svo miklu, alls ekki Fender en þeim mun heldur Hohner ef þú ert heppin, því þeir eru allajafna ekkert sérlega vandaðir, en þeir eru billegir. Ég komst sjálfur í ágætisdíl um daginn þegar ég var orðinn of seinn í útilegu. Þá keypti ég þjóðlagagítar í Rúmfatalagernum á 7000 kall, og ég verð að segja að hann spilast ágætlega, en mér virðist skrokkurinn ekki nógu sterkur til að þola hefðbundna stillingu, þannig að ég stilli hann hálftón neðar og hef á honum capo á fyrsta bandi (http://en.wikipedia.org/wiki/Capo).

  Mikilvægast er þó, þegar maður kaupir sinn fyrsta gítar, að manni líki gítarinn og þyki gott að spila á hann (svona miðað við reynsluna). Vitað mál er að þótt það sé þægilegt að spila á hann í búðinni verður það fljótlega ekki með öllu sársaukafullt að spila til lengri tíma. Það er venjulegt meðan sigg er að myndast á fingurgómunum.

  Varðandi æfingar þá mæli ég með að sama rútína sé æfð minnst klukkutíma á dag þartil þú hefur hana alveg á hreinu. Þá geturðu tekið til við þá næstu (ég get e.t.v. fundið eitthvað til frá því ég var að byrja). Til að byrja með eru það þá „vinnukonugripin“ og þvínæst geturðu fundið til eitthvert eitt lag (ekki of flókið) og lært að spila það nokkurn veginn áður en þú tekur til við það næsta. Því miður eru taktar ekki gefnir upp á netinu en flest popplög eru hvort eð er í 4/4, þannig að það ætti ekki að vera mikið vandamál.

  Annars getum við bara verið í bandi ef það er eitthvað sem ég get liðsinnt þér með 🙂

 5. Ég dauðöfunda þá sem kunna að spila á gítar og halda uppi stuði. En varðandi það að „skilja“ tónlist þá gæti uppbygginh píanósins og að stúdera nótur (líka á gítarnum) verið a.m.k. ein leið til þess. Taktauppbyggin, tóntegundir og så videre. Þar koma líka trommurnar sterkar inn. (og bæðevei, þá er Hrönn ein sú praktískasta kona sem ég þekki).

 6. Takk aftur Arngrímur fyrir góð ráð. Fer í það bráðlega að skoða gítara.

  Já, Helga Jóna, ég býð bráðum í gítarpartý. Vona að þú verðir ekki bissí 😉

  Já, mig langar líka að stúdera tónfræði og lesa mér aðeins til.

  Og já, ég á við það „vandamál“ að stríða að ég þekki tvær Hrannir, tvær Jóhönnur og tvær Helgur og þær sex eru sennilega duglegustu kommentararnir hjá mér. Þetta var semsagt „hin Hrönn“ sem er ekki jafn praktísk og Hrönn Gríms 😉

 7. Vei er ég praktísk, já ég skil ekkert í því hvernig önnur manneskja getur hreinlega tekið upp nafnið mitt!! En það er fallegt þannig að ég skil hana vel 😉

 8. Ég er Trommari er geggjað góður hef verið að spila með kirkjuni minni.Er samt á lausu eins og er. Eina við að að vera tromamri er að trommur eru soldið dýrar og takka mikið pláss.svo eru trommur ekkert einfalt hljóðfæri. Eingin trommari er góður nema að hann kunni að lesa nótur spila veikt og sterkt og er vandvirkur og kann flókna 0g auðvelda takkta.þú gerir ekkert einhvað á trommur. Allavega ef þú hefur mestan áhuga á trommur kíldu á það þá:)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *