Trommur, bassi, gítar

Mig langar að læra á hljóðfæri. Mig langar að vita hvernig tónlist virkar. Langar að vera með í skapa það undur sem tónlist er. Trommur eru draumahljóðfærið. Held það sé skemmtilegt að spila á trommur. En mér finnst það ekki nógu praktískt (Eygló, hvernig væri að gera nú einhverntíma eitthvað sem er ekki praktískt?). Mig langar líka að læra á bassa, finnst það flott hljóðfæri. En praktískast væri líklega að læra á gítar. Auðvelt að eignast, auðvelt að æfa sig og ég verð ómissandi í öllum partýum. Eða hvað?

Nú er komið að því að rukka pabba um gítarinn sem ég á inni hjá honum síðan ég fermdist. Er einhver þarna úti sem veit hvernig á að velja góðan gítar? Og veit einhver um góðan gítarkennara? Eða er einhver leið að kenna sér sjálfum upp úr bók? Eða á ég kannski bara að læra á trommur?