Bíódagar

Við Óli erum að taka bíódaga græna ljóssins með trompi. Erum bæði með 10 miða kort á hátíðina.
Erum so far búin að sjá The bridge, For your consideration, Sicko, Fast food nation og Death of a president.

The bridge er heimildarmynd um sjálfsvíg á Golden Gate brúnni en þau eru ca. 25 á ári. Ótrúlega mögnuð mynd. Talað við aðstandendur og fólk sem verður vitni af sjálfsvígum þarna. Svo er líka talað við einn sem lifði stökkið af. Mjög góð.

For your consideration var ekkert spes. Bara svona lala gamanmynd.

Sicko er frábær. Algjör möstsí. Fjallar um heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum og hryllinginn í kringum það. Væri áhugavert að sjá tölur yfir dauðsföll sem má rekja beint til þessa lélega heilbrigðiskerfis. Michael Moore gerir þessa mynd, sá sem gerði Farenheit 9/11 og Bowling for Colombine. Moore hefur gott lag á að gera skemmtilegar heimildarmyndir um alvarleg málefni.

Fast food nation er góð ef þig langar að hætta að borða hamborgara um óákveðinn tíma 😉 Allavega lítið spennandi að sjá sláturferlið á bíótjaldi. Varð hugsað til þeirra sem eru á móti hvalveiðum vegna þess að veiðarnar séu svo ógeðfelldar. Maður hefur svo oft séð myndir af hvalveiðum í sjónvarpinu og auðvitað er það ógeðslegt, en það er ekkert geðfelldara sem fer fram í sláturhúsum landsins. En ég mæli virkilega með henni. Skilst á Óla að bókin sé betri.

Death of a president er gerviheimildarmynd um morðið á George W. Bush. Ótrúlega vel gerð og trúverðug. Mæli með henni.

Ný vinna

Ég er komin með nýja vinnu 🙂 Reyndar er mánuður síðan ég vissi að ég hefði fengið vinnuna en maður er nú ekkert að skúbba svona löguðu á blogginu 😉

Ég er enn í gömlu vinnunni og verð þar næstu tvær vikurnar. Svo nú fer hver að verða síðastur að líta til mín á bókasafnið. Ég byrja svo í nýju vinnunni í september. Líst rosa vel á starfið og bíð spennt eftir að byrja. Ég er að fara að vinna í skjalabransanum og vinnustaðurinn minn er niðri við Tjörn. Sé það í rósrauðum bjarma að geta tekið rölt í kringum Tjörnina í hádeginu og skroppið á kaffihús eða rölt Laugaveginn eftir vinnu. Sjáum til hvað ég verð dugleg að nýta mér „miðbæinn“ (en eins og allir vita þá er Breiðholtið hinn raunverulegi miðbær).

Kannski blogga ég meira bráðum, kannski ekki 😉