Þjóðbrókarpartý

Ég skrapp í Þjóðbrókarpartý í kvöld. Gott að vera enn að stunda háskólaskemmtanalífið tveimur árum eftir útskrift 😉 Fékk far með Eggert niðreftir. Sátum og drukkum (sumir allavega) og spjölluðum og spiluðum drykkjuleiki fram eftir kvöldi. Hver vann aftur undirhökukeppnina? 😉 Þegar liðið ákvað að fara á Ölstofuna ákvað ég að fara heim. Skemmtilegt kvöld og sýnist að þjóðfræðinemar séu hressir sem aldrei fyrr.

Föstudagur

Ekki fékk ég léttvínspottinn í vinnunni en það verður dregið aftur eftir mánuð. Reyndar var aðallega rauðvín í pottinum svo hann freistaði mín ekkert óskaplega. Kannski að við Fanný stofnum okkar eigin hvítvínspott 😉

Ég fór út að borða með Foldasafnsfólki í gærkvöldi. Það var gaman. Við fórum á Caruso og fengum mjög furðulegt borð sem bauð ekki uppá mikil samskipti nema við fólkið sem sat allra næst manni. Eins og við var að búast á Caruso þurftum við að bíða töluvert eftir matnum og þegar hann loksins kom var ég eiginlega orðin södd af hvítvínsdrykkju og brauðáti. En engu að síður var mjög gaman 🙂
Leið unga fólksins lá svo niður á Gauk á Stöng þar sem Perfect Disorder var að spila. Gaman að sjá þá á sviði. Svo var Dr. Spock líka að spila. Enduðum svo á Pizza Pronto áður en við fórum heim. Mjög skemmtilegt kvöld.

Dagurinn í dag hefur svo farið í svefn og sófalegu.

Helga og Brjánn

Bara svo það sé á hreinu…

…þá ætlum við Brjánn að flytja inn Sex Pistols
…þá ætlum við Helga að eiga barn á sama tíma*
…þá ætla Helga og Brjánn að passa börnin okkar Óla og mæta í öll barnaafmæli*
…þá ætlar Brjánn að vera með Óla í liði í Popppunkti
…þá vitnar Brjánn í Ned Flanders í leigubílum
…þá ætla ég að halda næsta fund í súkkulaðiklúbbnum

* Og bara til að fyrirbyggja misskilning þá eru engin börn á leiðinni.

Týr og sandkornin í vindinum

Hvernig væri lífið án tónlistar? Tónlist er klárlega á topp10 listanum mínum yfir það sem gefur lífinu gildi. Mér finnst ekkert leiðinlegt að sitja í strætó í klukkutíma á dag, svo lengi sem ég hef nóg af tónlist.

Ég var að bæta inn nýjum lögum á Mp3ið í gær, þar á meðal laginu Sand in the wind með Tý. Sem minnir mig á að það er hrikalega langt síðan ég hef farið á tónleika með þeim. Ekki síðan í júní 2004! Í millitíðinni hefur Óli tvisvar farið til útlanda til að heyra þá spila og hvaða rugl var það að ég skyldi ekki fara með? Er hætt að vera skynsöm héðan í frá. Týr er í München í kvöld. Hvenær koma þeir í pönnukökur og laufabrauð til mín næst?

Sand in the wind

Seen through our eyes might well be lies
What access do we have to the world we are living in
Is this a dream that we live, it’s hard to believe
What proof can there be of life, I just think that

it’s strange how we all walk around, on visitors feet upon our ground
and make believe that this is all, as we know all is, as we know what all is
And strange how how we can’t understand,
compared, earth is only a grain of sand,
when faced with this, I can’t deny that ignorance is bliss
When all things flow eternally, and no man is ever there to see
the great eternal unperceived, what is existence
Are these things real that we have been
like grains of sand blow in the wind, so is our existence

Kill the fire, cut the wire, deny desire, be a liar, watch me then
Feed the fire, pull the wire, then take it higher than lie, don’t waste breath in it
While we think redemption will save us from temptation
We can’t escape religion whatever it’s origin, is there no
way out of the madness, it’s only brought us sandness
consider it an illness in life, why did it never seem

strange how we all walk around, on visitors feet upon our ground
and make believe that this is all, as we know all is, as we know what all is
and strange how how we can’t understand,
compared, earth is only a grain of sand,
when faced with this, I can’t deny that ignorance is bliss
When all things flow eternally, and no man is ever there to see
the great eternal unperceived, what is existence
Are these things real that we have been
like grains of sand blow in the wind, so is our existence

Að líftryggja börn

Er ég ein um að finnast eitthvað óhugnanlegt við örorkuvernd fyrir börn?
Þetta er nýtt hjá Kaupþing, sparireikningur sem er líka örorkutrygging. Bótaþættir eru örorkubætur, dagpeningar vegna sjúkrahúsdvalar, umönnunarbætur og dánarbætur.

Mér finnst þetta smekklaust. Búum við virkilega í samfélagi þar sem örorkutrygging fyrir börn er fýsilegur kostur? Viljum við líftryggja börnin okkar hjá bönkunum?

Ég ætla að segja upp tryggingum mínum hjá Kaupþing líftryggingum.

Átján rauðar rósir…eða sjö bleikar…eða Sigur Rósir

Grasekkjur verða sjálfar að sjá sér fyrir rómantík. Þess vegna fór ég og keypti mér sjö ilmandi bleikar rósir áðan. Þær lífga uppá tilveruna og já þær ilma.

Myrkur er uppáhaldsSigurRósarlagið mitt, eins og er allavega.

Mér finnst Hún Jörð líka skemmtilegt.

Móðir vor sem ert á jörðu,
Heilagt veri nafn þitt.
Komi ríki þitt,
Og veri vilji þinn framkvæmdur í oss,
Eins og hann er í þér.
Eins og þú.
Sendir hvern dag þína engla
Sendu þá einnig til oss.
Fyrirgefið oss vorar syndir,
Eins og vér bætum fyrir
Allar vorar syndir gagn- vart þér.
Og leið oss eigi til sjúkleika,
Heldur fær oss frá öllu illu,
því þín er jörðin
Líkaminn og heilsan.
Amen

Mig vantar bíófélaga á Heima um helgina. Bíður sig einhver fram?

Skyrdrykkur

Prófaði loksins að búa mér til skyrdrykk í blandaranum sem við erum búin að eiga í 4 ár eða svo. Hann smakkast bara ágætlega. Er samt að hugsa um að prófa að gera þetta næst með töfrasprotanum.

Skyrdrykkur
1 dós KEA vanilluskyr
Hálfur banani
Hálf pera
Slatti af blönduðum ávaxtasafa

Græna herbergið

Ég er ekki búin að fara út úr húsi síðan á föstudagskvöldið. Er búin að vera að myndast við að taka til og hlusta á skemmtilega tónlist. Tók græna herbergið svolítið vel í gegn, bjó til pláss í bókahillunum og kom fyrir öllum bókunum sem lágu í hrúgu á skrifborðinu eða ofan á öðrum bókum í hillunum. Soteraði dót og henti dóti. Fór svo með slatta af dóti niður í geymslu. Svo nú er hægt að dansa í græna herberginu eða lesa allar bækurnar sem eru þar inni eða sitja við skriftir eða kíkja á nágrannana í stjörnukíkinum eða gera leikfimisæfingar eða spila twister (ef maður ætti nú svoleiðis) eða hlusta á tónlist og syngja hátt með eða bara liggja í sófanum og horfa á stjörnurnar í loftinu.

Framtíðarplön: Fara í Bónus…ef ég nenni.