Einbúi

Þá er ég orðin einbúi. Óli fór til Írlands í gærmorgun. Þið getið lesið allt um ferðina þangað á blogginu hans. Hann fékk herbergið sitt í dag og mér skilst að hann búi með Spánverja og ElSalvadora.

Í tilefni þess að vera einbúi fór ég í Bónus í dag og keypti allt sem mig langaði í 😉 Eldaði svo dýrindis kvöldverð handa mér einni. Pestókjúkling og hrísgrjón. Stefni svo að því að eyða kvöldinu í að taka til eða horfa á sjónvarpið eða fara í bað eða lesa eða bara sittlítið af hverju. Allt eftir mínu höfði.

Pestókjúklingur fyrir einn

1 kjúklingabringa
Rautt pestó
Fetaostur
Furuhnetur
3 kirsuberjatómatar
Skerið kjúklingabringuna í 3 bita, smyrjið með rauðu pestói, stráið fetaosti og furuhnetum yfir, skerið tómata og skellið ofaná. Bakað í ofni við 180° í svona 30-40 mínútur. Berið fram með hrísgrjónum (og kannski salati og brauði).