Skrúfjárn, klaufhamar og skrúfa

Ég fór í matarboð í gær hjá Kollu Foldasafnsgellu. Helga og Magnhildur voru þar líka. Þar lærði ég hvernig á að bjarga sér ef maður hefur ekki tappatogara við höndina. Maður einfaldlega nær sér í skrúfjárn, klaufhamar og skrúfu. Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar Kolla birtist með þessi verkfæri. En maður semsagt bara skrúfar skúfuna ofan í tappann með skrúfjárninu og dregur tappann upp á skrúfunni með hamrinum. Þetta gekk reyndar svolítið brösuglega en Magnhildur er svo mikill nagli að hún náði tappanum úr flöskunni.

Við elduðum dýrindis kjúkling og blauta súkkulaðiköku í eftirrétt. Mjög gott og ég át auðvitað yfir mig. Spjölluðum svo fram eftir kvöldi og hlustuðum á Cure 🙂 Svolítið skondið að fyrir rúmu ári vorum við allar að vinna saman á bókasafninu en nú er bara Kolla eftir þar.