Græna herbergið

Ég er ekki búin að fara út úr húsi síðan á föstudagskvöldið. Er búin að vera að myndast við að taka til og hlusta á skemmtilega tónlist. Tók græna herbergið svolítið vel í gegn, bjó til pláss í bókahillunum og kom fyrir öllum bókunum sem lágu í hrúgu á skrifborðinu eða ofan á öðrum bókum í hillunum. Soteraði dót og henti dóti. Fór svo með slatta af dóti niður í geymslu. Svo nú er hægt að dansa í græna herberginu eða lesa allar bækurnar sem eru þar inni eða sitja við skriftir eða kíkja á nágrannana í stjörnukíkinum eða gera leikfimisæfingar eða spila twister (ef maður ætti nú svoleiðis) eða hlusta á tónlist og syngja hátt með eða bara liggja í sófanum og horfa á stjörnurnar í loftinu.

Framtíðarplön: Fara í Bónus…ef ég nenni.