Átján rauðar rósir…eða sjö bleikar…eða Sigur Rósir

Grasekkjur verða sjálfar að sjá sér fyrir rómantík. Þess vegna fór ég og keypti mér sjö ilmandi bleikar rósir áðan. Þær lífga uppá tilveruna og já þær ilma.

Myrkur er uppáhaldsSigurRósarlagið mitt, eins og er allavega.

Mér finnst Hún Jörð líka skemmtilegt.

Móðir vor sem ert á jörðu,
Heilagt veri nafn þitt.
Komi ríki þitt,
Og veri vilji þinn framkvæmdur í oss,
Eins og hann er í þér.
Eins og þú.
Sendir hvern dag þína engla
Sendu þá einnig til oss.
Fyrirgefið oss vorar syndir,
Eins og vér bætum fyrir
Allar vorar syndir gagn- vart þér.
Og leið oss eigi til sjúkleika,
Heldur fær oss frá öllu illu,
því þín er jörðin
Líkaminn og heilsan.
Amen

Mig vantar bíófélaga á Heima um helgina. Bíður sig einhver fram?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *