Skyrdrykkur

Prófaði loksins að búa mér til skyrdrykk í blandaranum sem við erum búin að eiga í 4 ár eða svo. Hann smakkast bara ágætlega. Er samt að hugsa um að prófa að gera þetta næst með töfrasprotanum.

Skyrdrykkur
1 dós KEA vanilluskyr
Hálfur banani
Hálf pera
Slatti af blönduðum ávaxtasafa

6 thoughts on “Skyrdrykkur”

 1. Ég geri oft þessa uppskrift:
  1 dós vanilluskyr (án viðbætts sykurs)
  1 banani
  1/4 gul melóna
  nokkur jarðaber
  múslí
  ísmolar

  Mjög gott 😉
  Það er líka gott að nota KEA jarðaberja og bláberjaskyr.

 2. Ég er svo mikill sterabolti, þetta er ein af mínum uppskriftum:

  300ml léttmjólk
  1/2 til 1 250ml KEA skyr (vanillu/cappuccino)
  2 skúppur NitroTech (próteinduft)
  1 banani

  Yummy!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *