Að líftryggja börn

Er ég ein um að finnast eitthvað óhugnanlegt við örorkuvernd fyrir börn?
Þetta er nýtt hjá Kaupþing, sparireikningur sem er líka örorkutrygging. Bótaþættir eru örorkubætur, dagpeningar vegna sjúkrahúsdvalar, umönnunarbætur og dánarbætur.

Mér finnst þetta smekklaust. Búum við virkilega í samfélagi þar sem örorkutrygging fyrir börn er fýsilegur kostur? Viljum við líftryggja börnin okkar hjá bönkunum?

Ég ætla að segja upp tryggingum mínum hjá Kaupþing líftryggingum.