Skrafl og pússl

Við Rósa fórum til Davíðs í gær og spiluðum Skrafl og borðuðum nammi. Rósa vann þó við leyfðum henni ekki að nota orðið hervíg sem er samkvæmt gúgglun gott og gilt íslenskt orð.

Eftir Skraflið pússluðum við. Davíð var semsagt að taka til í pússlukassa dætra sinna. Við skemmtum okkur vel við það og ég er helst á því að við ættum að hittast reglulega og pússla, ótrúlega skemmtilegt.

Í lokin ætla ég að kynna nýyrðið raðvíg sem sennilega birtist hér í fyrsta skipti.