Nagladekk

Hvað er málið með þennan fjandans nagladekkjafasisma?! Fólk á ekki að þurfa að fá samviskubit yfir að vera á nagladekkjum. Mér finnst raunar fáránlegt að berjast gegn nagladekkjum. Það væri miklu eðlilegra að berjast gegn stórum bílum á götum borgarinnar og berjast gegn því að fólk keyri eitt í bíl í vinnu eða skóla þegar það getur alveg eins tekið strætó. En umræðan er alltaf þannig að „allir hinir“ eiga að taka strætó. „Ég hef nú bara aldrei getað sett mig inní þetta strætókerfi“ Give me a break!

Mér þætti áhugavert að sjá muninn á þeirri svifryksmengun sem litli bílinn minn á nagladekkjunum (er reyndar ekki komin á þeim enn) skapar og stóri hlunkajeppinn á sumar/heilsársdekkjum.

Mér finnst það ætti að setja aukaskatta á jeppa. Það eru fáir sem þurfa á því að halda að eiga stóra jeppa, nema þá kannski helst til að runka sér á þeim einhversstaðar uppá heiði.