Kæra dagbók

Þá er best að halda áfram með dagbókina 😉

Tók þátt í yndislegri geðveiki á fimmtudaginn. Ég fór í Toys´R´Us með öllu hina geðbilaða fólkinu. Stóð meira að segja í röð úti í næðingnum. Þetta er fínasta búð og nóg til þarna. Gerði sérlega úttekt á spilahillunni hjá þeim og það var ágætis úrval, meira að segja hægt að fá bingóvél sem gæti komið sér vel suma daga ársins. En manni varð samt hálfóglatt yfir neyslubrjálæðinu, fólk með kúfaðar innkaupakerrur af leikföngum, ótrúúúlegt.
Hitti svo mömmu aðeins áður en hún fór á ASÍ-djamm. Hún fór svo heim á föstudeginum.

Ég fór á fyrsta starfsmannadjammið í nýju vinnunni á föstudaginn. Fyrst voru bjór og samlokur í vinnunni. Svo var okkur smalað uppí rútu og keyrt með okkur uppí Kjós. Þar á Stjórinn bústað sem við fengum til afnota. Þar var nóg að borða og drekka. Hápunkturinn var Tekílahafnarbolti með vafasömum reglum. Okkur var smalað aftur uppí rútu og haldið að veiðihúsinu Laxá í Leirársveit. Þar fengum við mjög góða sveppasúpu sem ég át yfir mig af. Vorum svo komin aftur í bæinn fyrir miðnættið og þá var ég alveg búin á því og dreif mig bara heim.

Á laugardagskvöldið kom Hrönn í „innflutningspartý“ til mín. Það eru ekki allir sem fá svona sérmeðferð 😉 En hún hafði aldrei komið í „nýju“ íbúðina áður. Hún var svo sæt að færa mér rós og kertastjaka í innflutningsgjöf. Takk fyrir mig.
Ég bauð henni í mat í uppáhaldskjúklingaréttinn minn og auðvitað var Bónusís með Marssósu og jarðarberjum í eftirrétt. Jummí! Spjölluðum svo frameftir nóttu.

Á sunnudaginn fór ég og spilaði við Hjördísi og Halla. Það var mjög skemmtilegt. Spiluðum Trivial og Pass the Pigs og ég vann bæði. Nananananana! 😉 Við stefnum að því að hittast oftar á næstunni og gera eitthvað sniðugt saman. Jólaföndur er líklegast næst á dagskrá.