Haha

Ég vil að allir sem telja sig ekki eiga samleið með Þjóðkirkjunni skrái sig úr henni, en þar sem nú er kominn 1. desember, liggur ykkur ekki svo á. En gerið það samt næsta árið.

Já, ég er trúleysingi. A T H E I S T!

Og á morgun leik ég engil…

Mér finnst Dr. Gunni æði. Fyrir 100 árum var ég ekki til. Og ég og þú verðum frekar gleymd og grafin eftir 100 ár. Finnst þetta frábær pæling. Dr. Gunni segir allt sem segja þarf.

En ég er sátt við þau ár sem mér eru gefin, ég vona að ég fái fleiri. Á næsta ári verð ég 25 ára og þá verður nú gaman að lifa. [Eygló dansar um stofuna og fangar því að vera 24 og 3/4 ára]

Ég væri nefnilega þakklát fyrir að fá helmingi meira tíma en ég hef nú þegar fengið og ef það sem búið er væri nú bara 1/4 væri ég hoppandi kát. En það er þessi óvissa sem er svo spennandi. Þessar endalausu tilviljanir sem gera það að verkum að ég er til. Þessar endalausu tilviljanir sem gera það að verkum að ég er eins og ég er 🙂

Ég hef gert margt skemmtilegt síðan ég bloggaði síðast.  Hef hitt marga og gert margt skemmtilegt. Það er sko ekki dauður punktur í lífi mínu, tölvan sér til þess 😉 En án gríns þá er margt í gangi.

Ég hlakka þó mest til þess að fá Ólann heim og búa til laufabrauð með honum (og öllum hinum sem ætla að koma). Ég meika það samt alveg að vera ein, grasekkjuhlutverkið hentar mér ágætlega, svona tímabundið.
Tíminn líður hratt en hann er samt styttri en leiðin til stjarnanna (sumra allavega). Alheimurinn er stórkostlegur.

Jólin, jólin, jólin koma brátt. Jólaskapið kemur smátt og smátt 🙂

Desember er kominn. Juppí