Jólin í Reykjavík

Fyrir þá sem eru í jólakortahugleiðingum og eru að hugleiða að senda okkur jólakort upplýsist það að við Óli verðum heima í Reykjavík um jólin. Og svo má líka alveg senda okkur pakka og bjóða okkur í jólaboð í Reykjavík 😉

Ég minni svo á laufabrauðsgerðina á miðvikudaginn. Allir áhugasamir sem við þekkjum eru velkomnir.

Jæja, ætla að halda áfram að jólastússast. Það er ekkert langt í að það verði bara svolítið fínt hjá mér 🙂 Ekki seinna vænna því það er von á Ólanum heim á morgun 🙂

One thought on “Jólin í Reykjavík”

  1. Hóhó,
    ég verð örugglega bara gáttaþefur á morgun, þ.e. gægist inn um gættina og þefa af laufabrauðsilminum. Á eftir að keyra út nokkra jólapakka áður en haldið verður á Norðurlandið góða. En ég kem örugglega við og tek pakkana, ólíkt Gáttaþef, hann kæmi nú örugglega með pakka…

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *