Sjónvarpsgláp

Horfðum loksins á The devil wears Prada í gærkvöldi. Fékk hana í afmælisgjöf frá Halla Snæ í fyrra. Hún var skemmtileg en voðalega hef ég litla þolinmæði gagnvart tískuheiminum. Finnst það svo óendanlega heimskulegt að það sé billjónabissness í kringum föt og snyrtivörur. Og allra verst hvað venjulegt fólk eyðir miklum tíma og peningum í þetta. En það eru víst misjöfn áhugamálin hjá fólki 😉

Við eigum líka eftir að klára að horfa á My so-called life sem ég fékk í afmælisgjöf frá Óla, erum búin að horfa á 12 þætti, 7 eftir. Eins gott fyrir Óla að standa við sinn hluta samningsins (spurning um að setja tímamörk á næsta samning). Cosmos er líka í vinnslu, fékk þá þætti líka í afmælisgjöf frá Óla í fyrra. Markmiðið er að klára þetta fyrir afmælið mitt núna.

En við kláruðum Friends maraþonið um daginn. Ég fór næstum að gráta í síðasta þættinum. Ohh, hvað ég sakna þeirra.

8 thoughts on “Sjónvarpsgláp”

 1. Ég fór að gráta í síðasta vinaþættinum, og nokkrum öðrum líka auðvitað. T.d. þegar Ross og Rachel hætta saman fyrst. Einn af fyndnustu þáttunum finnst mér svo þegar Ross fær íbúðina á móti afhenta. Vinir eru bara snilld.

 2. Undarlegur draumur hér á ferð… 😉
  Takk kærlega fyrir afmælisgjöfina Eygló 🙂 ef að Óli hefur ekki skilað þakklætinu úr smsinu 😉

 3. Bara óléttar konur sem kommenta hjá mér 😉

  Já, Friends er æði.

  Ég ætla að vona að draumurinn sé fyrir langlífi og að við endum saman á elliheimilinu 😉 Ég er annars alltaf með myndirnar þínar Lena. Spurning um að ég kíki við hjá þér við tækifæri.

  Já, verði þér að því Dagbjört. Þetta er útpæld gjöf fyrir verðandi móður 😉

 4. já myndirnar 🙂 hehe, kíktu bara við þegar þú mátt vera að því og ég í fríi 🙂
  annars var hárið á þér afskaplega fallega silfurhvítt.. sem merkir pott þétt eitthvað gott 😀

 5. Það er eitthvað við Friends…hægt að horfa á þetta aftur og aftur og aftur. Annars er Frasier æði á mínu heimili núna. Svo þarftu að læra að horfa á Jane Austen og Dickens þætti!!! Gæti lánað þér fullt af þáttum;)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *