Sjónvarpsgláp

Horfðum loksins á The devil wears Prada í gærkvöldi. Fékk hana í afmælisgjöf frá Halla Snæ í fyrra. Hún var skemmtileg en voðalega hef ég litla þolinmæði gagnvart tískuheiminum. Finnst það svo óendanlega heimskulegt að það sé billjónabissness í kringum föt og snyrtivörur. Og allra verst hvað venjulegt fólk eyðir miklum tíma og peningum í þetta. En það eru víst misjöfn áhugamálin hjá fólki 😉

Við eigum líka eftir að klára að horfa á My so-called life sem ég fékk í afmælisgjöf frá Óla, erum búin að horfa á 12 þætti, 7 eftir. Eins gott fyrir Óla að standa við sinn hluta samningsins (spurning um að setja tímamörk á næsta samning). Cosmos er líka í vinnslu, fékk þá þætti líka í afmælisgjöf frá Óla í fyrra. Markmiðið er að klára þetta fyrir afmælið mitt núna.

En við kláruðum Friends maraþonið um daginn. Ég fór næstum að gráta í síðasta þættinum. Ohh, hvað ég sakna þeirra.