Ég átti afmæli í gær

Ég átti góðan afmælisdag í gær. Eyddi honum að mestu í afslöppun. Svo fórum við Óli út að borða á Síam sem er tælenskur staður í Hafnarfirði. Fékk fínustu hrísgrjón með kjúklingi og grænmeti. Kíktum svo til Rósu og Jónbjörns og hittum Davíð þar.

Ég fékk ýmislegt í afmælisgjöf. Fékk nýjan gemsa með myndavél frá Óla 🙂 Svo fékk ég eitthvað að borða, eitthvað að lesa, eitthvað til að setja í hárið, eitthvað til að hlýja mér á, eitthvað til að eyða í vitleysu og eitthvað til að horfa á. Síðast en ekki síst fékk ég hárblásara! Ég barðist hatrammlega gegn því að fá hárblásara í fermingargjöf, tók það meira að segja stundum sérstaklega fram ef ég var spurð hvað mig langaði í. Mig langaði auðvitað bara mest í peninga og var ófeimin við að segja það. En þegar maður er í saumaklúbb með tveimur hárgellum þá fer mann hægt og rólega að langa í hárblásara 😉 Og nú er bara að gera tilraunir og sjá hvort ég er hárblásaratýpa eftir allt saman…eða ekki 😉

Takk allir fyrir afmæliskveðjurnar. Þið eruð æði 🙂

3 thoughts on “Ég átti afmæli í gær”

  1. Hárblásarar eru nauðsynlegir fyrir konur eins og mig sem eru með andsett hár. Svo er líka gott að geta blásið hárið ef maður fer í sturtu fyrir svefninn.
    Sem minnir mig á að ég þyrfti að fjárfesta í einum.

    Til hamingju með afmælið ljúfan mín.

  2. Hæ hæ og já til hamingju með afmælið um daginn.. Vonandi get ég svo kíkt á þig á laugard :0) Ekki langt að fara, hehe en ja sjáumst… Og vá þá er ég yngst í klúbbnum, gaman, gaman

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *