Vantrúarpartý

Vantrúarseggir eru mun betri fyllibyttur en vinkonur mínar. Nú er búið að minnsta kosti snautt af hvítvíni og Tópasvoðaskotum (eitthvað er þó enn eftir af rauðvíni, kampavíni, Passoa, rommi og vodka en það má kannski nota það í bústaðaferð eftir hálfan mánuð).

Eins og staðan er núna eiga eftirfarandi aðilar eitthvað sem mætti koma í verð hjá okkur:
Ásgeir: Einn Saku (hvað sem það nú er) síðan þarna um daginn.
Siggi Arnar: Tveir Faxe Royal, líka síðan þarna um daginn þegar við Ásgeir rústuðum ykkur Óla í Bíóbroti.
Gyða: Tveir Brezzerar (þeir gætu horfið með yfirnáttúrulegum hætti verði þeirra ekki vitjað fljótt)
Matti: Einn Tyskie
Hjalti: Tveir Amstel (sem gætu verið góðir í þynnkunni á morgun), hugsanlega bakpoki og já, Binni er með skóna þína 😉

Hver var að drekka Tuborg Gold? Það er einn slíkur í ísskápnum sem bíður eiganda síns.

Allir velkomnir á morgun í afréttara 😉

3 thoughts on “Vantrúarpartý”

  1. Það er aldeilis magn af áfengi sem skilið er eftir hjá ykkur.. Væri ágætt að eiga þannig vini og spara peninga.. Hefði ekkert sagt frá þessu hefð ég verið þú.. Fólk sennilega ölvað og man ekkert hvort það drakk þetta eður ei 🙂 Annars kasta ég bara á þig kveðju.. *kast*…

    Kveðja Ingibjörg

  2. haha merkilegt að þú vitir hver á hvað hjá þér, þegar annað eins magn er til:/

    Við drekkum afgangana bara í sumarbústaðnum og sýnum þér að vinkonur geta líka drukkið eins og vantrúarliðið. (hummm þetta eru kannski of stór orð til að lofa)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *