Dæmisaga af hinni hagsýnu húsmóður

Ég mæli með því að fara í Smáralind rétt fyrir mánaðarmót þegar er nýbúið að tilkynna að verðbólga sé 28%. Þá hefurðu pleisið bara út af fyrir þig. Þá ertu líka rosalega meðvitaður og lætur þér ekki detta í hug að kaupa eina litla gatamöppu á 639 krónur og ferð í næstu búð sem býður alveg eins möppur á 598 krónur og færð þar að auki 20% afslátt af því að þú átt afsláttarkort þar. Og hvað gerir maður svo við möppuna? Jú, setur í hana reikninga svo maður hafi nú gott yfirlit yfir það hvernig lánin (verð)bólgna út og maður verður fátækari með hverjum deginum.

Ennnn svo man maður að peningar eru bara tölur á blaði og fer út að borða fyrir 5000 kall, þó maður eigi varla fyrir því. Hjúkkit að maður sparaði 161 krónu á þessari möppu þarna…