Himininn yfir Vopnafirði

Himininn yfir Vopnafirði er algjörlega stórkostlegur. Síðustu fimm nætur hef ég fengið að upplifa fimm mismunandi afbrigði af litadýrðinni.

Eitt það besta við Vopnafjörð er nálægðin við náttúruna. Það er yndislegt að standa úti í vornóttinni og hlusta.

Epla-Jógi

Hver man eftir Jóga? Það var mysudrykkur sem var hægt að fá annars vegar með jarðarberjabragði og hins vegar með eplabragði. Epla-jógi var mitt uppáhald. Man síðast eftir að hafa drykkið svoleiðis síðla árs 1988.

Garpur var líka mysudrykkur sem var á markaðnum í kringum 1993. Hann var ágætur.

Eru engir mysudrykkur á markaðnum í dag? Hér eru nokkrar mysudrykksuppskriftir.

Pirripirr

Stundum langar mig að skrifa hingað inn hluti sem pirra mig. En það eru hlutir sem er ekki við hæfi að blogga um, hlutir sem mig langar ekkert að segja öllum heiminum frá og þess vegna læt ég það bitna á mínum nánustu. Kannski að ég ætti að fá mér gamaldags dagbók og láta allan minn pirring, reiði og leiða bitna á henni.