Epla-Jógi

Hver man eftir Jóga? Það var mysudrykkur sem var hægt að fá annars vegar með jarðarberjabragði og hins vegar með eplabragði. Epla-jógi var mitt uppáhald. Man síðast eftir að hafa drykkið svoleiðis síðla árs 1988.

Garpur var líka mysudrykkur sem var á markaðnum í kringum 1993. Hann var ágætur.

Eru engir mysudrykkur á markaðnum í dag? Hér eru nokkrar mysudrykksuppskriftir.

5 thoughts on “Epla-Jógi”

  1. Hvort ég man! Þessu var troðið ofan í mann í skólanum. Það var líka til Gosi ef ég man rétt. Það er ástæða fyrir því að mysudrykkir eru ekki á markaðnum lengur … Þeir voru ógeðslegir!

  2. epla jógi var bestur og Garpur var sko á markaðnum löngu eftir 93 góða mín…. hann var sko til þegar ég var í ræktinni úti á nesi og keypti alltaf garp á leiðinni heim…það var árið 2000 og súrkál…. er hann bara ekki enn á sveimi?

  3. Ég man bara ekkert eftir þessu 🙁 Enda drakk ég bara nýmjólk og aftur nýmjólk öll mín bernskuár (stundum með nesquick útí ;)), ekki einu sinni djús eða svala eins og önnur börn 😉 Man reyndar eftir að hafa séð Garp

  4. væri alveg til í þessa drykki aftur drakk þetta alltaf það ætti að ýta á þá að fara að frammleiða þá aftur núna þega það er verið að tala umm svona mikkla hollustu 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *