Laugardagsmiðdegi

Ég er svo mikil svefnpurka. Afrekaði að sofa til næstum tvö og missti af því að fá gesti í hádeginu. En ég ætti þá að vera úthvíld.

Núna er ég mikið að spá í hvernig ég eigi að eyða deginum. Svo margir möguleikar. Veðrið úti er eiginlega of gott til að gera nokkuð innivið.

Var að lesa ótrúlega heimskulegt viðtal Við Rósu Ingólfs og dóttur hennar. Kaflinn um femínistanna og jafnréttið er svo ótrúlega heimskulegur að ég veit ekki hvernig er best að lýsa því. Rósa vill ekki að konur séu á þingi og finnst feðraorlof heimskulegt, konur eiga bara að vera fallegar, klikkir svo út með því að segja að jafnrétti náist aldrei. Það næst a.m.k. aldrei með svona hugsanagangi.