Sólarupprás og Sigur Rós

Lífið er stórkostlegt. Sólarupprás er eitt af því sem gerir lífið stórkostlegt, Sigur Rós er annað. Saman verður þetta betra en nokkur víma.

Það er eiginlega sorglegt hvað maður upplifir sólarupprás sjaldan. Það er svo stórkostlegt að fylgjast með henni.

Las frábært spakmæli í bók um daginn sem er svo satt. Fagur morgunn, góð máltíð, vel unnið verk og þægilegur svefn. Slíkir hlutir skipta miklu máli fyrir líf okkar. Við getum notið lífsins og við eigum að syngja um það eins og fuglarnir. J. Z. Young.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *