Linsur

Er einhver þarna úti sem þekkir inná linsur? Mig langar að prófa að fá mér linsur, er með a.m.k. -1,25 (hefur samt hugsanlega versnað síðan í síðustu mælingu) og langar að prófa daglinsur. Eða eru mánaðarlinsur kannski betri? Látið endilega í ykkur heyra sem hafið linsureynslu.

5 thoughts on “Linsur”

  1. Prófaðu dagslinsur. T.d getur þú keypt linsur í fríhöfninni. Prófaði Johnson’s linsur og þær eru mjög þægilegar! Ég myndi fara í sjónmælingu, ég nota t.d 3.0 í linsum en er með 3,25 í gleraugunum!

  2. Ég er með mánaðarlinsur og þær eru mjög fínar, þú veist að þú getur farið í linsu mátun kostar svona 5000 kall. Þá sérðu hvort þetta sé fyrir þig.

  3. Mjög sniðugt að byrja á að fara í linsumátun. Ég myndi allavega byrja á því að kaupa mér dagslinsur og fara svo yfir í mánaðarlinsur ef það gengur vel. Hef sjálf ekki lent á neinum slæmum linsum, fer kannski soldið eftir augum. Ef þín eru mjög viðkvæm fyrir þurrki þá ættiru að skella þér á Hildur´s special:) Gangi þér vel!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *