Sléttujárn

Og af því að það virkaði svo vel að fá ráð varðandi linsur, ætla ég líka að spyrja um ráð varðandi sléttujárn 🙂

Málið er að ég ætla að kaupa mér sléttujárn í næstu viku. En ég hef ekki hundsvit á sléttujárnum. Veit bara að gamla járnið mitt er ekki að gera sig. Getið þið mælt með einhverjum járnum sem mögulega gætu fengist í Elko? Og hvað þarf maður að hafa í huga? Og eru einhver sérstök hárefni sem þið mælið með að nota þegar maður er að slétta á sér hárið?

Njótið helgarinnar 🙂

3 thoughts on “Sléttujárn”

  1. Tækið mitt er babyliss með hitastilli. Það er mjög fínt. Svo nota ég gyllta hárolíu/vörn frá John Frieda, gerir hárið silkimjúkt og meðfærilegt. Man ekki hvað það heitir nákvæmlega.

  2. Hæ hæ
    Ég var nýlega að kaupa mér sléttujárn, ég keypti mér svona layser járn sem er alveg að svínvirka. Ég keypti það að vísu á hárgreyðslustofu. En einu ráðleggingarnar sem ég fékk að kaupa alls EKKI Babyliss. Það er gott svona fyrstu 2 mánuðina svo fer það að hætta að virka vel. En annars bið að heilsa

  3. Hæ hæ,
    sá þig á flugvellinum í gærkvöldi með Óla en þið voruð bara of langt frá mér til að ég gæti troðist gegnum mannþvöguna til að heilsa ykkur. Geri það bara í staðinn hér!!

    Væntanlega ertu nú búin að kaupa sléttujárnið en bara af því að ég er mjög virkur sléttujárnsnotandi 😉 þá get ég allaveganna sagt þér að það hentar mínu hári mun betur að nota hitavörn áður en ég slétta. Ég er mjög spennt þessa dagana fyrir Tigi hárvörunum. Ég keypti mitt járn einmitt á hárgreiðslustofu líka og sé ekki eftir því – það er strax heitt og maður er enga stund að renna í gegnum hárið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *