12. júlí

Fór í ofsalega fallegt brúðkaup í dag. Fékk staðfestingu á því að ég er týpan sem grætur í fallegum brúðkaupum. Hef líka ákveðið að lagið Ást verður ekki spilað í mínu brúðkaupi ef ég á að halda kúlinu.

Við Óli eyddum kvöldinu í spjall og spil með ömmu, afa og Ástu Hönnu. Notalegt.

Nú er ég ofboðslega sybbin. Góða nótt.

4 thoughts on “12. júlí”

  1. Ég er ekki mjög brúðkaupsreynd en ég er samt næstum viss um að það eru ekki til mörg brúðkaup sem eru ekki falleg, a.m.k. þegar maður er gestur í brúðkaupi hjá fólki sem maður þekkir og þykir vænt um. Ekki hef ég hugmynd um hvaða lag Ást er en ég er viss um að sama hversu heiðin þú ert þá fílarðu lagið hans Jóhanns G. Jóhannssonar við bréfið hans Páls postula um kærleikann. Það er sko rokk!

  2. Já, mikið rétt, brúðkaup eru almennt falleg 🙂 En ég held að sé orðin eitthvað meirari með árunum ef marka má táraflóðið. Ást er eftir Magnús Þór Sigmundsson, þekktast í flutningi Ragnheiðar Gröndal. Ofboðslega fallegt lag. Ég þekki ekki lagið með Jóhanni G. en gróf upp textann og sé að þetta er „uppáhaldsklausan mín“ úr biblíunni.

  3. Mér finnst sífellt erfiðara með aldrinum að halda kúlinu í brúðkaupum. Lagið Ást kallar auðvitað á táraflóð og svo finnst mér Ást við fyrstu sýn voða fallegt – ég tala nú ekki um ef sjálfur Páll Óskar syngur!

  4. Hæ Eygló og takk fyrir síðast.
    Rósa var auðvitað einstaklega falleg brúður og athöfnin þeirra var alveg æðisleg. Ég tek annars undir með ykkur að maður verður meirari með aldrinum, ekki bara í brúðkaupum líka þegar maður horfir á sorglegar myndir og annað slíkt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *